• Andleg þrautseigja og streitustjórnun

    Fyrir starfsfólkið þitt

  • Jákvæð forysta og stafræn geðheilsa

    Fyrir þinn vinnustað

Það sem ég legg áherslu á

Ég býð upp á fyrirlestra, fræðslu, ráðgjöf og einkaþjálfun um andlega þrautseigju, streitustjórnun og stafræna geðheilsu.

Nýsköpun í stafrænni heilsu

Innleiðing og hagnýting á stafrænum verkfærum til að meta og byggja upp andlega heilsu, þar á meðal hugbúnað fyrir HRV biofeedback streitustjórnun og mat á andlegri heilsu.

Jákvæð forysta

Forystunálgun sem byggir á aðferðum úr jákvæðri sálfræði, hvernig stuðla megi að jákvæðu vinnuumhverfi, samvinnu, virkni og sköpunargáfu teymisins.

Andleg þrautseigja

Fræðsla sem vinnur að því að byggja upp andlega þrautseigju fólks með verkfærum eins og núvitund, þakklæti og öndun.

Lausnamiðuð hugsun og sköpunarkraftur

Lærðu aðferðir sem efla lausnamiðaða hugsun og sköpunarkraft.

Merking, gildi og markmið

Fræðsla og vinnustofa sem miðar að því að finna og forgangsraða því sem skiptir mestu máli í lífinu.

Sérþjálfun fyrir vinnustaði

Þjálfun og fræðsla fyrir fagfólk sem vinnur undir miklu álagi og þurfa forvarnir fyrir heilsu og tækni til bættrar frammistöðu.

Streitu- og þreytustjórnun

Þjálfun og fræðsla sem bætir einbeitingu og dregur úr þreytu og streitu.

Bætt frammistaða

Bættu hugræna og líkamlega frammistöðu, bættu einbeiting, ákvörðunartöku og árangur með þjálfun og fræðslu.

Taktu stjórn á eigin ástandi & byggðu upp andlega þrautseigju


Markmið mitt er að hjálpa fólki að ná stjórn á eigin ástandi og byggja upp andlega þrautseigju

Ég er sálfræðingur og reyndur leiðtogi í geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun í stafrænni heilsu, sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði og andlegri þrautseigju meðal annars í doktorsnámi mínu. Ég hef starfað sem leiðtogi sálfræðiþjónustu fullorðinna í Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og sem sálfræðingur lögreglunnar á Íslandi.

Sigrún Þóra Sveinsdóttir

Sálfræðingur

Skráðu þig á póstlista

Fáðu hagnýt ráð og nýjustu uppfærslur sendar beint í pósthólfið þitt.

Nýlegar greinar

Hér birti ég greinar með hagnýtum ráðum til þess að hafa jákvæð áhrif á eigið ástand og líf.

Passaðu púlsinn um jólin


Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika....

Lesa grein

Algengar spurningar

Dæmi um algengar spurningar tengdar þjónustunni, ásamt sýnidæmum af stuttum fræðslumyndböndum.

Það er þjálfun sem er gerð í hóp- og einstaklingsformi. Þar sem þú lærir að ná meðvitaðri stjórn yfir lífeðlislegri virkni þinni og streituviðbragðinu. Það gerir þú með því að þjálfa þig í öndunartækni á meðan þú færð endurgjöf og upplýsingar í rauntíma um lífeðlislega virkni þína.Það gefur þér tækifæri til að læra smátt og smátt að hafa stjórn á lífeðlislegri virkni og streituviðbragðinu.
Við lendum öll í erfiðleikum, bæði meiri- og minniháttar erfiðleikum. En það sem við höfum öll sameiginlegt er að við getum valið er að byggja upp andlega þrautseigju okkar. Þ.e. eiginleikinn að komast í gegnum mótlæti og að þroskast og vaxa í gegnum ögranir og erfiðleika.
Ég legg áherslu á ákveðin viðfangsefni eins og 1) Andlega þrautseigju, 2) Að taka stjórn á eigin streitu, 3) Merking, gildi og markmið, 4) Jákvæð forysta, 5) Lausnamiðuð og skapandi hugsun. Útfærslan, lengd og slíkt er sérsniðið að þörfum hópsins.
Með reynslu bæði af því að þróa hugbúnaðarlausn í geðheilsu og að innleiða heilbrigðistækni í geðheilsu hef á innsýn og þekkingu á ólíkum þáttum sem fylgja þessari reynslu. Ég býð upp á ráðgjöf sem tengjast þessu ferli, allt frá því að hanna og skapa lausnina til þess að innleiða hana og fá hana í notkun.
Fyrirlestrar
og fræðsla

  • HRV biofeedback
  • Andleg þrautseigja
  • Merking, gildi og markmið
  • Jákvæð forysta
  • Sérþjálfun fyrir vinnustaði
Ráðgjöf
fyrir vinnustaði

  • Streitu- og þreytustjórnun
  • Stafræn geðheilsa
  • Andleg þrautseigja
  • Jákvæð forysta og nýsköpun
  • Frammistaða og einbeiting
Einstaklings-
þjálfun

  • HRV biofeedback þjálfun
  • Andleg þrautseigja
  • Merking, gildi og markmið
  • Streitu- og þreytustjórnun
  • 21.500 kr. 60 mín
Nýsköpun í
stafrænni heilsu

  • HRV biofeedback lausn
  • Mat á andlegri heilsu
  • Ráðgjöf um stafræna heilsu

Hafðu samband og bókaðu tíma

Þú getur haft samband við mig og bókað tíma eða símtal til að fá innsýn í þjónustuna og hvað myndi henta þínum vinnustað eða þér

Símtal, bókanir og ráðgjöf

Fyrir bókanir sem tengjast fyrirlestrum, fræðslu, ráðgjöf og fyrirspurir um einkaþjálfunartíma er hægt að bóka hér.

Einstaklingsþjálfun

Fyrir bókanir sem tengjast einstaklingsþjálfun í andlegri þrautseigju, ná stjórn á eigin streitu o.s.frv. þá er hægt að bóka hér.